Kynning á námskeiðinu

Velkomin á námskeiðið Fjármál 101

Næstu daga munum við skoða fjármálahegðun okkar í þeirri von að við getum bætt fjármálin.

Verkefnið okkar er þríþætt,

  1. Við skoðum fjármálin og fáum rétta mynd af stöðu okkar.
  2. Við setjum okkur viðráðanleg markmið sem hjálpa okkur að bæta stöðuna.
  3. Við metum líðan okkar og tilfinningar og endurskoðum stöðuna.

Þessum markmiðum náum við með því að svara fimm spurningum:

  • Hvaðan koma peningarnir okkar?
  • Hvert fara peningarnir okkar?
  • Þurfa peningarnir að fara þangað?
  • Viljum við að þeir fari þangað?
  • Eru peningarnir okkar að styðja við markmiðin okkar?

Verkefnabókin Betri fjármál er seld á vef Háskólaprents.

Smelltu hér til að panta bók

Ljúka og halda áfram