Fjárhagslegur flótti:
Fjárhagslegur flótti er skipulögð afneitun eða eða forðun frá fjármálum. Hægt er að lýsa því þannig að fólki sem upplifir fjárhagslegan flótta líti á peninga og eignir sem eitthvað slæmt eða illt. Peningar eru vondi úlfurinn sem étur okkur. Í stað þess að takast á við vonda úlfinn þá flýjum við aðstæður, sem eru peningar eða eignir.
Flestir sem forðast fjármagn lætur stjórnast af grunnviðbrögðum sínum. Fjárhagslegur flótti er lærð hegðun og viðbrögð sem stjórnast af óþægilegum tilfinningum og/eða minningum. Ástæðan getur verið margs konar en yfirleitt er um einhvers konar áföll og erfiðleika að ræða.
Lestu um ýtarlegri greiningu á fjárhagslegan flótta:
Afneitun:
Fjárhagsleg afneitun (denial) er hluti af fjárhagslegri forðun og er skipulögð afneitun á fjármálum. Peningar eru vondir og slæmir og í stað þess að takast á við þá veljum við að forðast þá.
Fólk bregst við álagi og stressi á mismunandi máta. Ein algeng leið er að forðast stressvaldinn. Í okkar tilfelli eru það fjármálin sem eru streituvaldurinn. Við ýtum frá okkur, frestum, lokum augunum fyrir því sem veldur vanlíðan og óþægindum.
Afleiðingarnar geta orðið slæmar bæði tilfinningalega og fjárhagslega. Við hættum að hafa yfirsýn yfir fjármál okkar, við forðumst að ræða um fjármál við maka eða vini. Við spörum ekki. Okkur skortir þekkingu og skilning á fjármálum. Við eru líkleg til að finna einhvern sem tekur að sér að hugsa um fjármálin fyrir okkur og færum ábyrgðina yfir á maka, foreldri eða fagaðila. Við gerum það sem við getum til að þurfa ekki að hugsa um fjármálin. Við vitum af óreiðu og ringulreið en við horfum framhjá henni.
Mörg okkar finnum skömm vegna skulda okkar og fjárhagsstöðu. Þessi skömm er það sem festir okkur og hindrar okkur frá því að bæta fjármálin okkar. Einangrun og ótti við að kalla eftir aðstoð kemur í veg fyrir að við getum lagað fjármálin okkar. Ótti við að horfa á óþægilega hluti og vinna sig í gegnum þá stoppar okkur.
Einföld skref eins og að hafa yfirlit með daglegum útgjöldum hjálpar okkur af stað. Útbúa útgjaldaáætlun sem er raunsæ og einföld og tala við fagaðila um tilfinningar okkar er mikilvægt þegar við snúum vörn í sókn.
Heimildir: Money disorders. Klontz & Klontz, 2009.
Tekjuskortun:
Tekjuskortun er hluti af fjárhagslegri hjákvæmni og er skipulögð afneitun eða forðun frá fjármálum. Peningar eru vondir og slæmir og í stað þess að takast á við þá veljum við að forðast að nota þá.
Okkur er kennt að vinna vel til að afla tekna. Við eigum að klífa metorðastigann og ná langt í samfélaginu. Lífsgæðakapphlaupið svokallaða er og staða okkar í því er almenn mælieining fyrir velgengni og hamingju okkar. En við erum ekki öll sammála. Mörg okkar hafa þau viðhorf að peningar séu slæmir og fólk sem á peninga er illt. Eina leiðin til þess að verða rík sé að vera óheiðarleg og misnota sér aðstöðu annarra.
Tekjuskortarar eru líklegri til að velja láglaunastörf og hafa lægri tekjur en við ættum að fá byggt á starfsreynslu okkar og menntun. Við gefum frá okkur eignir og peninga því við teljum okkur ekki eiga rétt á þeim. Við afþökkum aðstoð jafnvel þótt það myndi hjálpa okkur og börnum okkar. Við vinnum frítt eða rukkum lægri upphæð fyrir vinnu okkar. Við afþökkum kauphækkanir eða stöðuhækkun í vinnu. Við erum píslarvætti. Það er eins og einhver hafi forritað okkur til að finna til sektar gagnvart því að eiga peninga.
Eins og með aðra fjárhagslega röskun er orsökina að finna í áföllum eða uppeldi. Margir tekjuskortarar voru aldir upp við að einhver uppalandi talaði síendurtekið neikvætt um ríka og fjárhagslega vel stæða einstaklinga. Aðrir gætu hafa upplifað slæma reynslu af einhverjum vel stæðum og það mótaði lífsviðhorf þeirra á þennan hátt. Einhvers staðar vaknaði þetta viðhorf okkar að peningar eru illir og að vel stætt fólk er slæmt og við viljum ekki verða eins.
Níska:
Níska (underspending) er hluti af fjárhagslegri hjákvæmni og er skipulögð afneitun eða forðun frá fjármálum. Peningar eru vondir og slæmir og í stað þess að takast á við þá veljum við að forðast að nota þá.
Það er hagkvæmt og gott að vera sparsamur. Það er meira að segja í tísku að vera sparsamur. En sparsemi okkar getur gengið of langt og orðið að fjárhagslegri röskun. Við getum orðið nísk.
Frægasta níska persónan er kannski Ebeneser Scrooge úr jólasögu Chares Dikkens. Jóakim Aðalönd er líka frægur nískupúki. Við höfum líka heyrt níska kallaða gróðasál, gyðingur, nánös, aurasál eða nískupúki. En níska er ekki dæmi um frekju eða sjálfselsku. Samkvæmt samheitaorðabók þýðir níska sjálfsníðsla. Nískir einstaklingar vilja ekki eða þora ekki að eyða peningum eða eigum sínum. Við undireyðum og níðum okkur sjálf.
Við erum nísk því það er erfitt að eyða pening. Ekki á þann hátt að við finnum ekkert til að kaupa heldur er það tilfinningalega erfitt að láta frá okkur peninga. Vinsælt orðatiltæki „Greidd skuld er glatað fé“ gæti átt við um hugarfar okkar sem undireyðum. Við upplifum ótta, kvíða og sektarkennd gagnvart fjármálum okkar. Nískur einstaklingur getur fjárfest, en hann gerir það efnislega en ekki tilfinningalega. Við erum tilfinningalega séð fátæk. Við gætum meira að segja gengið svo langt að neita okkur um eðlileg lífsgæði og gera okkur viljandi fátæk. Við gætum því átt nægan pening til þess að fara til tannlæknis eða láta laga bilun í bílnum okkar en nískan, tilfinningin og óöryggið hindrar okkur. Við eigum pening um mánaðarmót en okkur finnst þrátt fyrir það erfitt að greiða eðlilega reikninga eins og húsaleigu eða leikskólagjald. Við erum með áhyggjur af fjármálunum jafnvel þótt við eigum sparnað og skuldum lítið eða ekkert.
Við óttumst álit annarra. Við erum ekki viss hvort fólki líki við okkur eða peningana okkar. Það er stundum kallað ótti hinna ríku. Við leggjum okkur fram við að fá ókeypis vörur og þjónustu og reynum að fá afslætti hvar sem er því við þurfum að spara.
Nískir óttast gjaldþrot og fátækt. Það er til dæmis líklegt að börn foreldra sem misstu allt sitt í bankahruninu 2008 eigi á hættu að þróa með sér nískuhugsun vegna þeirra áfalla sem þau upplifðu gegnum streitu, þjáninga og missi foreldra sinna. Níska á sér því rætur í þjáningum fortíðar. Eitthver form ofbeldis, skortur, eða einvera.
Áhættufælni:
Óhófleg áhættufælni er hluti af fjárhagslegri hjákvæmni og er skipulögð afneitun eða forðun frá fjármálum. Peningar eru vondir og slæmir og í stað þess að takast á við þá veljum við að forðast að nota þá.
áhættufælni er órökrétt viljaleysi til að taka áhættu með fjármagn. Þetta er ekki það sama og að fara varlega í fjármálum og forðast óskynsamar ákvarðanir. Óhófleg áhættufælni er raunverulegur ótti við að taka ákvarðanir, stórar sem litlar, í daglegum fjármálum. Við horfið er að það sé betra að gera ekkert en að tapa peningum.