Fjárhagslegur flótti

Afneitun

Tekjuskortun (Höfnun)

Níska (Undireyðsla)

Áhættufælni

Fjárghagsleg lofgjörð


Kaupfíkn

Söfnunarárátta

Áhættutaka

Spilafíkn

Vinnufíkn

Neyslutrú

Fjárhagslegur samskiptavandi


Þegar við getum ekki átt í heilbrigðum samskiptum með fjármál okkar

Fjármálaröskun:

Flestir íslendingar eru með fjármál sín í einum af þremur flokkum:

1.     Eiga aldrei nóg og erfiða milli mánaða

2.     Eiga nóg en koma aldrei upp sparnaði

3.     Eiga nóg og eiga sparnað

Ef þú ert í fjárhagsvanda ert þú líklegast í fyrstu tveim flokkunum eða hoppar á milli þeirra.

Allt samfélagið notar peninga og fjármál í margvíslegum viðskiptum. Allir taka fjárhagslegar ákvarðanir einhvern tíma og allir gera mistök í fjármálum sínum einstaka sinnum. En ef við erum að gera sömu eða svipuð mistök aftur og aftur og mistökin eru út af endurtekinni hegðun þá er mögulegt að um fjármálaröskun sé að ræða.

Skilgreining á fjármálaröskun er þrálát, fyrirsjáanleg, oft stöðugt mynstur sjálfsniðurrifs. Þetta veldur mikilli streitu, kvíða, tilfinningalegu ójafnvægi og skerðingu í lífi einstaklings. Einstaklingur í fjárhagsvanda virðist ekki geta losað sig við röng viðhorf eða geta breytt óheilbrigðri hegðun sama hve mikilli óreiðu og þjáningu það veldur. (Klontz og Klontz, 2009)

Við vitum að við eigum að breyta hegðun okkar en við bara getum það ekki. Jafnvel þegar okkur tekst að ná fram breytingum þá eru þær aðeins tímabundnar.

Fjármálaröskun er skipt í þrennt. Í fyrsta lagi hegðun þar sem við forðumst fjármál til að líða betur, fjárhagslegur flótti. Í öðru lagi þegar við misnotum peninga til að líða betur, fjármáladýrkun. og í þriðja lagi samskiptavandi í fjármálum.

Fjárhagslegur flótti:

·       Afneitun

·       Tekjuskortun (Höfnun)

·       Níska (Undireyðsla)

·       Áhættufælni

Fjármáladýrkun:

·       Kaupfíkn

·       Söfnunarárátta

·       Áhættutaka

·       Spilafíkn

·       Vinnufíkn

·       Neyslutrú

Grunnurinn að fjármálarsökun er sjálfstýring, ósýnileg og oft ómeðvituð hegðun. Við látum undirmeðvitund og venjur taka fram fyrir hendurnar á okkur. Mörg okkar hafa þessa hugsun að við kunnum ekki annað en nú ætlum við að vanda okkur eða ná árangri. Sum okkar gera sömu mistök aftur og aftur og aftur án þess að átta okkur á því að það sem við gerum séu mistök.

Fjármálaröskun á rætur að rekja í ófrágengin mál erfiðrar fortíðar. Það geta verið fjölskylduvandamál, tilfinningalegir erfiðleikar, miklir erfiðleikar í barnæsku eða það sem algengast er, sambland þessara þátta. Fjármálarsökun okkar er því eins og aðrar fíknir eða áráttuhegðanir sem gefa okkur tímabundna lausn frá erfiðum tilfinningum og vanlíðan. Fjármálarsökun fylgja tilfinningalegar og fjárhagslegar aukaverkanir.

Einkenni fjármálarsökunar geta verið eitt eða allt eftirfarandi:

·       Kvíði, áhyggjur eða vonleysi

·       Skortur

·       Enginn sparnaður

·       Miklar skuldir og yfirskuldsetningar

·       Gjaldþrot

·       Mikil vanskil

·       Samskiptaerfiðleikar og árekstrar við maka,börn, fjölskyldu, vina og/eða vinnufélaga

·       Geta ekki gert varanlegar breytingar á fjárhgslegri hegðun

Heimild: Brad og Ted Klontz. (2009.) Mind over Money.