Fjármáladýrkun:

Fjármáladýrkun (e. financial worship disorder) er röskun á eðlilegu jafnvægi í fjármálum.  Við misnotum peninga til að líða betur. Viðhorfið er að peningar veita öryggi, sjálfsvirðingu og/eða hamingju. Peningar og eignir eru eins og riddarinn á hvíta hestinum sem mun bjarga okkur og við finnum jafnvægi.

Þrátt fyrir fjárhagslega hegðun okkar, hindranir og skerðingar teljum við að til sé töfrasproti sem galdrar fram helling af peningum sem bjargar öllu. Okkur finnst sem peningar séu galdratæki en ekki verkfæri sem við notum vel eða illa.

Villan er að horfa á peningana sem lausn út úr vandanum en með því erum við að fela raunverulegan vanda. Við veljum að nota skyndilausnir í fjármálum í stað þess að leita eftir undirliggjandi vanda sem kemur ójafnvægi á fjármáin.

Kaupfíkn:

Fólk sem “missir sig” eða kaupa sig “rænulaus”, fullnota heimildina á kreditkortunum eru oft með kaupfíkn, eða kaupáráttu. Þau trúa að ef þau versla muni þeim líða betur. Kaupárátta og eyðsluárátta fær fólk almennt til að líða verr. Þetta er sambærilegt annarri áráttuhegðun og hefur oft sama hegðunarmunstur og drykkjuárátta (Alkohólismi), spilafíkn og matarfíkn.

Kaupfíklar finna tilfinningu um öryggi, þægindi og fullngju í því að kaupa. Við höfum breglað tengsl okkar við peninga og mörgum okkar finnst að peningar geri okkur hamingjusöm.

Kaupárátta getur komið upp í tímabilum, til dæmis í stressi og einmanaleika fyrir jólahátíðina í desember, og getur einnig birst þegar viðkomandi upplifir þunglyndi, einangrun og reiði. Kaup og eyðsla mun ekki tryggja meiri umhyggju, byggja upp sjálfsmat, eða lækna særindi, eftirsjá, stress, og hin hversdagslegu vandamál. Almenn mun það auka á þessi vandamál því aukin fjárhagsleg skuld hefur myndast við kaup- eða eyðsluæðið.

Hvernig get ég vitað hvort ég sé hömlulaus kaupfíkill?



Þegar kaupfíklar upplifa skort, versla þeir til að “lyfta sér upp”. Þeir fara út að versla, komast á flug, eða upplifa “kikkið” rétt eins og matarfíkill eða alkohólisti. Kaupfíkn virðist algengari hjá konum en körlum. Kaupfíklar versla oft vörur sem þeir hafa engin not fyrir. Desembermánuður og jólastressið getur vakið upp kaupfíkn sem ekkert ber á á öðrum tímum árs. Margir kaupfíklar taka kaupæði allt árið og gætu verið með áráttu í til dæmis skó, búsáhöld, fatnað eða verkfæri. Sumir kaupa hvað sem er.

Konur með kaupfíkn eiga oft hilluraðir af fatnaði og vörum ónotuðum og enn með verðmiðana. Þær gætu farið í verslanamiðstöð til þess að versla tvo til þrjá fyrirfram ákveðna hluti og koma út með marga poka af varningi. Í einhverjum tilfellum fá kaupfíklar “Black-out” og muna ekki eftir því þegar þeir keypu varninginn. Ef vinir og fjölskylda kvarta yfir kaupunum, fara þeir oft að fela hvað þeir keyptu. Kaupfíklar eru oft í afneitun á vandamálið. Vegna þess þeir geta ekki greitt reikninga, til dæmis af kreditkorti getur innheimta kröfuhafa haft lagaleg og félagsleg áhrif, og reynt mjög á sambúð eða hjónabönd. Kaupfíklar reyna oft að fela vandamálið með því að taka á sig aukavinnu til að greiða reikningana.

Hvernig náum við tökum og bætum ástandið?



Það er mælt með því að kaupfíklar leiti faglegrar ráðgjafar eða leiti til sjálfhjálparhópa til að vinna á vandamálinu. Áráttuhegðun á til að koma fram á mörgum sviðum, þannig að ef þú upplifir fíkn á borð við matarfíkn, drykkjufíkn eða spilafíkn, gætir þú einnig verið haldin/nn kaupfíkn eða skuldafíkn.

Hvernig forðast ég kaupæði?

Borga fyrir vörur með reiðufé eða debitkorti.

Útbúa innkaupalista og aðeins kaupa það sem er á listanum.

Klipptu öll kreditkort nema eitt, sem geyma má til neyðar.

Forðast rýmingarsölur og útsölur. Taktu með þér fyrirfram ákveðið magn af reiðufé til að eyða ef þú ferð á útsölur.

“Window shop” eftir að verslanir loka. Ef þú ferð að “skoða” á opnunartímum, skildu veskið eftir heima..

Forðastu símasölur og ekki horfa á söluþætti í sjónvarpi.

Ef þú ert að versla gjafir, láttu pakka gjöfum inn, og láttu svo þar við sitja.

Ef þú ert að ferðast og versla erlendis, taktu aðeins með þér reiðufé, ekki kreditkort.

Farðu í göngutúr eða í ræktina þegar þú finnur þörf til að “versla”.

Ef þér finnst þú vera stjórnlaus, þá ertu það líklega. Fáðu faglega ráðgjöf eða finndu stuðning hjá sjálfshjálparhópum, til dæmis Debtors Anonymous.

 

Söfnunarárátta:

Hoarding:

Söfnunarárátta er öfgafullur sparnaður. Sumir safna pening og sumir eiga auka klósettpappír. á meðan það er eðlilegt að eiga aukarúllur af klósettpappír myndi áráttusafnari hins vegar fylla húsið af klósettpappír. Margir áráttusafnarar eru líka kaupfíklar en meginmunurinn á kaupfíkli og áráttusafnara er að það eru ekki kaup á hlutum heldur söfnunin á þeim sem veitir áráttusafnaranum öryggistilfinningu og kvíðalosun. Margir myndu segja að margt af því sem við söfnum séu ónothæfir hlutir en hlutirnir skipta áráttusafnaranum máli. Áráttusafnari er tilfinningalega tengdur því sem hann safnar.

Það er algengt að fólk taki sig saman og hreinsi út fyrir safnarana. Tæmi húsið og geri hreint. En söfnunin fer samt aftur í gang. Ástæðan er að safnarar finna ábyrgð gagnvart eigum sínum og finnst það svik að henda eða losa sig við hluti. Það er ekki skynsemi sem stýrir söfnuninni heldur tilfinningar safnarans. Sumir áráttusafnarar sýna sömu sorgarviðbrögð við að missa hluti eins og að missa ástvin. Áráttusafnari verður því hræddur og stundum yfirbugaður af kvíða og ótta við það að losa sig við eigur sínar.

Rótina af söfnunaráráttu er að finna í barnæsku eða áföllum fortíðar. Söfnunarárátta er lgengt meðal barna af fósturheimilum og þeim sem koma úr mikilli fátækt. Fortíðin kenndi þeim að það er aldrei til nóg. Sumir lærðu að það er hægt að ná aðdáun og samskiptum við foreldra gegnum söfnun. Þá vaknaði áhugi foreldra og jafnvel hvatning til að safna meiru.

Það er líklegt að síðasta bankahrun hafi búið til áráttusafnara. Við eigum bara eftir að hitta þá.

Áhættusækni:

Áhættusækni er þegar fólk tekur ákvarðanir án þess að hafa reiknað dæmið til enda. Það lætur tilfinninguna um að taka ákvörðun. Fjárhagslega áhættusækið fólk sem tekur óraunhæfar ákvarðanir er með það sem ég kalla lottóhugarfar. Viðhorfið er að „þetta reddast“.

Óhófleg lántaka er ein birtingarmynd áhættusækni en þá notar fólk til dæmis kreditkort eða tekur lán (yfirdrætti, smálán, netgíró) til að fá vöruna í dag og tekur áhættuna um að geta greitt lánið seinna. Áhættusæknir eru háðir spennunni við að elta uppi verðlaun. Verðlaunin eru í mörgum myndum og geta verið hversdaglegir hlutir eins og skyndibiti, vörur og þjónusta, vörur úr tískuvöruverlsunum eða eða raftækjaverslunum, eða veðmál. Áhættusæknir nota annarra fé eða taka sér lán til að nálgast vinningana strax.

Áhættusæknir hafa skekkt viðhorf til peninga og eigna. Áhættusæknir láta tilfinningarnar velja verðlaun og eru tilbúinir að taka óraunhæfar og oft fjárhagslega skaðandi ákvarðanir til að fá verðlaunin núna og annað reddist seinna. Áhættusækinn einstaklingur gæti til dæmis séð barnabætur sem verðlaun. þá verður það er óraunhæft fyrir viðkomandi að nota barnabætur í að greiða reikninga vegna barna, til dæmis leikskólagjöld. Einnig getur það truflað áhættusækinn einstakling að þurfa að nota launin sín til að endurgreiða lán vegna verðlauna. Upplifa það eins og hegningu.

Áhættusækni í fjármálakerfinu getur verið af sömu ástæðum. Tekin er áhætta eða lán notuð til að kosta fjármálagjörninga sem eru í raun tilfinningaleg verðlaun. Velgengnin er aðal drifkrafturinn, ekki fjárhagslegur ávinningur. Fjárhagslegi ávinningurinn hins vegar verður eins og bónus því hann má nýta til að kaupa eða fjármagna önnur verðlaun.

Áhættusæknir nota tilfinninguna um velgengni til að yfirvinna tilfinningu um tómarúm, einmanakennd, kvíða og þunglyndi. Líkamleg vellíðan vegna velgengninnar, sigurvíman, er adrenalín sem flæðir um líkamann og hjálpar þeim að líða vel, vera orkumikil, mikilvæg og heilsteipt árangursrík persóna.

 

Spilafíkn:

Spilafíkn er tegund fjármáladýrkunar og er óhófleg fjárhagsleg áhætta á hæsta stigi.

Spilafíkn virkar eins og fíkniefni á einstaklinga. Spilafíklar spila til að líða betur og til að flýja áhyggjur. Spilafíklar þurfa stöðugt meira og meira og geta því þróað með sér áráttuhegðun. Spilafíklar fela fíknina fyrir öðrum og getur það leitt til erfiðleika í fjölskyldum og samskiptum við fólk almennt.

Segja má að spilafíklar séu fíknir í velgengni þess að spila. Rétt eins og alkóhólisti þarf meira og meira áfengi til að vera drukkinn verður þörf spilafíkils til að finna sigurvímu meiri og meiri. Vinningar verða að þráhyggju þeirra.

Áfallasaga einstaklings og/eða áfallaröskun er sterkur fyrirboði þess að fólk þrói með sér spilafíkn. Áfallahjálp og sálfræðiviötöl eru því oftar en ekki leiðin út úr spilafíknarvanda.

Spilafíkn er ein mest sjálfskaðandi fjármálaröskunin. Ef þú ert eða grunar að þú sért haldin/inn spilafíkn þá mælum við með að þú hafir samband við samtök spilafíkla, Gambling anonymus (www.gasamtokin.is/).  Hjálparsími spilafíkla er 698-3888.

 

Vinnufíkn:

Samfélagið viðurkennir vinnufíkn. Gamlar sögur af dugmiklum sjómönnum og hörkuduglegu fólki skekkir hugarfar fólks og þeir sem eru háðir vinnu sinni sem sjá það sem mannkosti og dyggð að vinna mikið.

Vinnufíklar trúa því að peningar og vinna geri þau og fjölskyldur þeirra hamingjusamari, þau sjálf mikilvæg og að þetta auki sjálfsvirðingu þeirra. En sannleikurinn er oftar en ekki að vinnufíklar eru of uppteknir af vinnu til að sinna maka, börnum, ættingjum, afþreyingu og áhugamálum, svefnþörf, heilsu. Af þessu leiða mikil sambúðarvandamál, kvíði og streita, þunglyndi, vinnustreita, óánægja í starfi, og heilsufarsvandamál.

Vinnufíklar elta elta ekki bara peninga. Að þeirra sögn líður þeim oft best í vinnunni og bestu vinirnir eru vinnufélagarnir. Sjálfstraust er mikið í vinnunni og þar eru vinnufíklar mikilvægir og öruggir. Þeir eru betur inni í hlutum í vinnunni en annars staðar. Ég hef heyrt fólk segja frá því að þau þekktu ekki foreldra sína vegna þess þeir voru aldrei heima – alltaf að vinna.

Aukin vinna og auknir fjárhagslegir ávinningar eru ekki leiðin til hamingju. Áratuga rannsóknir í félagsvísindum sýna að þegar tekjur þínar færa þig upp úr fátækt þá er engin tenging lengur á milli peninga og hamingju. Eins og með aðrar fíknir er vinnufíkill að vinna til að forðast óþægilegar tilfinningar, einveru eða lágt sjálfsmat. Vinnufíklar fá adrenalín kikk út úr vinnutörnum en falla svo í lægðir á milli og upplifa kvíða, þunglyndi og óþolinmæði. Til að losna við þessar erfiðu tilfinningar fara vinnufíklarnir í aðra vinnutörn. Vinna verður það eina sem róar tilfinningar þeirra og þau ánetjast henni.

Neyslutrú:

Neyslutrú er hluti af fjármáladýrkun og er ofurtryggð við vörumerki eða ákveðna tegund af vöru eða þjónustu.

Neyslutrú er ákveðinn angi af kaupfíkn og efnishyggju og lýsir sér þannig að viðhorf gagnvart vörum verða eins og trúarbrögð. Dæmi um slíkar vörur er Apple með iPhone og iPad, Harley Davidsson mótorhjól, Mercedes Benz, Nike og svo mætti lengi telja. Ofurtryggð við vörumerki, vörur eða þjónustu getur verið skaðandi fjárhagslega. Neyslutrúaðir taka óskynsamar ákvarðanir í fjármálum sínum til að eignast sínar uppáhalds vörur. Dæmi er um að fólk skiptir út dýrum vörum til að endurnýja, til dæmis setja nokkurra mánaða gamlan snjallsíma til hliðar til að kaupa nýjustu útgáfuna. Neyslutrúaðir taka lán og fjárhagslega áhættu vegna tryggðar við vörumerkið.

Martin Lindström tók saman tíu atriði sem uppfylla þessa hegðun.

1) Tilfinning um að tilheyra, 2) Skýr sýn, 3) Vald yfir óvini, 4) höfðar til skynjunar, 5) sögur, 6) mikilfengleiki, 7) trúboð, 8) merki, 9) leyndardómur, 10) helgisiðir.

Undirliggjandi hegðun neyslutrúar er þörfin til að tilheyra hópum, stefnum og aðstæðum. Þegar sjálfstraust okkar og sjálfsálit er svo lágt að við sem persónur getum ekki, eða þorum ekki að tilheyra á eigin verðleikum þá er fólk tilbúið að finna tengingu gegnum efnislega þætti. Þá kemur tíska sterk inn og ásókn samfélagisins í ákveðnar vörur og þjónustu. Við fáum að tilheyra öðrum af því við eigum ákveðna vöru. Við leggjum sjálfstraust okkar til hliðar og treystum á vöruna til að tilheyra. Neyslutrú verður til.